Gleðilegan 16. júní

Skrattinn er ekki ennþá laus. Ekki ennþá.

Við fáum gamla jaxla úr samtökum herstöðvarandstæðinga í mat í kvöld. Ég reikna með að fagna þjóðhátíðardeginum með bylingarelexír og ættjarðarsöngvum fram eftir nóttu.

Hvort það losar tappann úr sauðarleggnum eða kýlir hann inn, það verður bara að koma í ljós.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Gleðilegan 16. júní

  1. ——————————

    Eitt andartak fannst mér eins og „gamlir jaxlar úr samtökum herstöðvaandstæðinga“ væri hráefnið sem þú hyggðist nota í veisluna. Nornalegra verður það nú varla.

    Góða skemmtun og takk fyrir stórkostleg örleikrit úr réttarsölunum – og fyrir að kunna að meta Pál Ólafsson.

    Posted by: Varríus | 16.06.2008 | 16:08:30

    ——————————

    Tek undir með sveitunga mínum, kærar þakkir fyrir réttarsala-sketsana!Alveg ótrúleg lesning. Ég er svo bláeygð að mér datt ekki í hug að svona senur ættu sér stað utan sjónvarpsins. Ætla að vona að þú setjir ekki föðurbróður minn, Kjartan Ólafsson, í nornaseyðið *hehe*

    Posted by: Sigga | 17.06.2008 | 11:44:54

    ——————————

    Ég held að Guðrún Ósvífurs hafi afgreitt Kjartan Ólafsson fyrir okkur báðar á sínum tíma.

    Ef þú hinsvegar getur útvegað mér lífsýni úr Ólafi Kjartanssyni, þá skal ég bjóða þér í all sérstaka súpu.

    Sagði nornin og hló.

    Posted by: Eva | 17.06.2008 | 12:08:32

Lokað er á athugasemdir.