Lífið eftir dömpið

Ef maður nennir að vera Pollýanna er hægt að sjá dömp sem afar jákvæðan atburð.

-Maður ver þá allavega ekki meiri tíma og orku í samband við einhvern sem ætlar hvort sem er ekki að gera það að langtímasambandi.
-Maður þarf ekki lengur að velta því fyrir sér hvort maður hefði getað skorað betur. Það er orðið nokkuð augljóst því einhver sem vill mann ekki hlýtur að vera reglulega slæmt skor.
-Og -það má nota dömpið sem afsökun fyrir að kaupa sér nýjan kjól sem mann vantar ekki.

Nauðsynlegt ritúal að dömpi loknu er að fara út á lífið. Ég meina það er tilgangslaust að kaupa kjól ef maður notar hann ekki. Auk þess er það yfirlýst markmið mitt að eignast maka og þótt ég hafi enga trú á að ég finni hann á djamminu, þá er ég búin að gá undir rúmið mitt og það eru engir karlmenn þar. Ekki í kústaskápnum heldur.
-Þú hefur allavega engu að tapa, sagði Anna, og þar sem ég gat alveg séð það sem tap á nokkrum klukkustundum úr lífi mínu, gaf hún því tilgang með því að mála mig fyrir myndatöku. Ég hef alltaf haldið að ég málaði mig frekar mikið og brá dálítið þegar ég sá afraksturinn en hann kemur allavega vel út á mynd.

eva3

 

eva4

kirsteneva6Ég hef ekki sótt svokallaða skemmtistaði eftir að reykingafólki hætti að líðast að eitra fyrir mér. Ég hef reyndar fjölgað komum mínum á kaffihús að degi til verulega og kannski þrisvar eða fjórum sinnum drukkið hvítvínsglas með vinkonu. Ég hef þó alltaf verið komin heim um miðnætti því mig hefur langað meira að sofa en að hlusta á röflið í fyllibyttum. Ég reiknaði ekki með að endast lengi í nótt en ég er ekki frá því að fyllibyttur séu umberanlegri í reykleysi.

 

One thought on “Lífið eftir dömpið

  1. ———————————-

    Fyllibyttur geta verið ágætur félagsskapur.

    Um daginn hitti eg til ad mynda eina svoleidis klukkan 11 a fimmtudegi, og hann taladi skiljanlegri dönsku en alsgáðir menn almennt og gaf mer auk þess hálfan litra af ljufengu fernuhvítvíni.

    Posted by: Haukur | 12.05.2008 | 12:25:23

    ———————————-

    Stundum hefur það hvarflað að sonur minn sé í slæmum félgasskap. Upp á síðkastið hefur mér líka flogið í hug að sonur minn sé slæmur félagsskapur sjálfur.

    Posted by: Eva | 12.05.2008 | 12:45:59

    ———————————-

    Mér finnst dálítið óljóst hvort var gaman en myndirnar eru flottar.

    Posted by: Sigrún | 12.05.2008 | 19:35:15

    ———————————-

    Jú það var reyndar furðu gaman. Ég væri alveg til í að gera þetta oftar ef ég ætti ekki svona erfitt með að vaka á næturnar.

    Posted by: Eva | 12.05.2008 | 20:05:27

    ———————————-

    Dömp er orð dagsins.

    Posted by: Dreingurinn | 12.05.2008 | 23:12:30

    ———————————-

    Ég sé engar myndir???

    Posted by: GK | 12.05.2008 | 23:18:52

    ———————————-

    Myndirnar eru á síðunni hennar Önnu, GK. Ógurlega flottar…

    Posted by: hildigunnur | 13.05.2008 | 9:01:20

    ———————————-

    Mjög fallegar myndir sem ég myndi kannski nota í ferilsskrá ef ég ætlaði að sækja um sem þula hjá RÚV enda er Anna mikill snillingur en þær verða nú samt ekki birtar hér.

    Ég get kannski verið postulínsdúkka hjá bestu vinum mínum en norn verður að huga að orðstí sínum og það eru nú takmörk fyrir því hverskonar dúkkulísuímynd er hægt að bjóða jafn bitsþolnu fólki og lesendum mínum uppá.

    Posted by: Eva | 13.05.2008 | 9:52:47

    ———————————-

    Að venju glæsileg. Ekkert annað um það að segja.

    Posted by: Stefán | 13.05.2008 | 10:16:21

    ———————————-

    Þótt maður finni ekki maka á barnum er allt í lagi að fara stundum út og rifja það upp.

    Posted by: Unnur María | 13.05.2008 | 15:24:28

Lokað er á athugasemdir.