Seldi sál mína á 2000 kall

Ég svindlaði í dag. Keypti Neskaffi. Ég er með samviskubit. Venjulega kaupi ég Gevalia. Ég er reyndar ekkert viss um að það sé sómakært fyrirtæki en ég er allavega nokkuð viss um að Nestle er það ekki. Eins og vörurnar frá þeim eru góðar. Neskaffið er besta skyndikaffi á markaðnum en ég hef aðeins keypt það ef ekkert annað hefur verið í boði. Þar til í dag. Mér bara ofbauð 2000 kr verðmunur á einu kg af kaffi og er hreinlega ekki tilbúin til að greiða 2000 kall fyrir hugsanleika þess að ég sé að skipta við skárra fyrirtæki. Kannski ef ég væri viss… Siðferði mitt ristir nú ekki dýpra en þetta.

Veit einhver annars hvernig stendur á þessum mikla verðmun?

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Seldi sál mína á 2000 kall

 1. ——————————-

  Ef þú ert á annað borð lögð út á þessa hálu braut siðferðislegrar afstæðishyggju, hefur þér þá ekki dottið í hug að stela bara kaffi frekar en að kaupa það? Það er altént ódýrast.

  Posted by: Vésteinn Valgarðsson | 14.05.2008 | 6:02:

  —   —   —

  Það er ekki ódýrast ef maður er staðinn að verki.

  Posted by: Eva | 14.05.2008 | 6:58:52

Lokað er á athugasemdir.