Vinsamlegast mætið

Ljóðalestur og tónlist á Dillon annað kvöld. Nokkur skúffuskáld auk Einars Más og Péturs Gunnarssonar. Ég mun lesa eitthvað smávegis úr unnum afrekum mínum og Björn Margeir ætlar að syngja nokkur lög við kvæði eftir mig.

Ég reikna auðvitað með fullu húsi og gífurlegum fagnaðarlátum.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Vinsamlegast mætið

 1. —————————————————-

  Ó ég er svo lesblind 🙂 Stútfullskáld… Apinn ég.

  Vona að verði fullt hús, en ég verð því miður að melda frá þar sem ég er að passa hund.
  Fagnaðarlæti frá mér, mín kæra.
  Víííhaaaaa!

  Posted by: Hulla | 28.02.2008 | 14:10:43

  —   —   —

  Skúffuskáld lesið sem stútfull skáld. Dáltið spes. Aðdáendur Freuds myndu líklega spyrja hvort áfengisneysla þín sé kannski komin á það stig að þú sért farin að yrkja undir áhrifum. Eða hefurðu bara tekið eftir því að skáld eru iðulega drykkfelld?

  Posted by: Eva | 28.02.2008 | 14:58:01

  —   —   —

  vildi gjarnan mæta, en kemst því miður ekki:(

  Posted by: baun | 28.02.2008 | 15:37:01

  —   —   —

  Hvorugt 🙂
  Í fyrsta lagi hef ég lítið velt skádum fyrir mér, og sennilega aldrei pælt í hvort þau smakki áfnegi over hoved.
  Í öðru lagi yrki ég ekki.

  Ég held að ég sé einfaldlega lesblind, eða (sem er meira sennilegt) alltof fljótfær, þegar ég renni augunum yfir einhvern texta.

  Yfirleitt les ég samt eitthvað dónalegt út úr hlutunum…

  Posted by: Hulla | 28.02.2008 | 16:43:16

Lokað er á athugasemdir.