Það sem alltaf virkar

Þegar ég flúði frá þjónustuveri Satans, yfir til OgVodafone, var ég hæstánægð. Stafsfólk OgVodafone svaraði símanum strax og veitti almennilega þjónustu. Síðan hefur margt breyst.

Þegar allt annað klikkar, virkar gamla, góða húsráðið; að verða bara brjálaður. Þegar ég var búin að standa í 5 klukkutíma veseni, bíða nokkrar 10 mínútunalotur í símanum, fá ýmsar missannfærandi skýringar sem allar reyndust rangar og borga fyrir nýjan ráter án viðunandi árangurs, sagði ég stráknum hjá þjónustuverinu að ef netið kæmist ekki í lag hið snarasta, myndi ég verða mér úti um mandólín og setjast upp hjá þeim og spila fyrir þá OgVodafone lagið allan daginn.

2 mínútum síðar var málinu reddað.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Það sem alltaf virkar

  1. ——————————————————

    þetta þarf ég að læra. að verða brjáluð. eina sem virðist virka í þessum heimi.

    Posted by: baun | 27.02.2008 | 9:43:45

Lokað er á athugasemdir.