Mér er svo illt í pólitíkinni

Ég er BÚIN að greiða þessi fáránlegu stimpilgjöld fjórum sinnum. Samt mun ég þurfa að greiða þau einu sinni enn ef mér dettur í hug að skipta um íbúð (ekki svo að skilja að það standi til.) Ég er búin að fá nóg af svokölluðu lýðræði. Það gengur ekki upp. Menntað einveldi ekki heldur. Getum við ekki fengið einhvern fávita sem einvald og sleppt öllum ráðgjöfum? Það er allavega leið sem er ekki orðin gatslitin ennþá.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Mér er svo illt í pólitíkinni

  1. —————————-

    Halló!
    Hvað var Doddson eiginlega?
    Fannst þér hann kannski upplýstur?
    Sé ekki betur en fávitamódelið sé gatslitið…

    Posted by: HT | 21.02.2008 | 14:20:38

    —   —   —

    Jú það er líklega rétt. Dabbi kóngur hefur aldrei hlutstað á ráðgjafa.

    Posted by: Eva | 21.02.2008 | 14:47:27

    —   —   —

    en við eigum forseta. hví ekki að nýta hann betur?

    Posted by: baun | 21.02.2008 | 18:32:03

    —   —   —

    Lýðræði gengur ekki upp vegna þess að það er ekki til lengur.

    Posted by: Kristín | 21.02.2008 | 19:43:48

    —   —   —

    Hefur það einhverntíma verið til einhversstaðar?

    Posted by: Eva | 21.02.2008 | 19:47:25

    —   —   —

    Ég veit það ekki, góð spurning. Líklega bara í útópíum.

    Posted by: Kristín | 21.02.2008 | 22:40:57

Lokað er á athugasemdir.