Hólí krapp!

Ekki spyrja mig hvað hljóp í mig, það er ekki eins og ég hafi einhvern tíma til að sóa í vitleysu í dag, en mér varð það á að kíkja sem snöggvast á femin.is. Ég kenni þér um það Beta.

Þetta hlýtur að vera rökvilla ársins 2007:

Því eldri sem þú ert, því fleiri elskhuga hefur þú átt, og því fjölbreyttara kynlíf hefur þú stundað.

Plís, fyrir þá litlu trúarglætu sem ég ennþá hef gagnvart mannkyninu; getur ekki einhver vísað mér á rannsókn sem sýnir fram á það með óyggjandi hætti að konan sé heimskara kynið?

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Hólí krapp!

 1. ————————————————

  bíddu … ég er ekki alveg að tengja milli þessarar skemmtilegu fullyrðingar sem þú vitnar í og ákallsins í lok greinarinnar.

  fyndin grein annars, eldri konur eru þarna settar í flokk með feitum konum, sem skv. helstu kenningum veita körlum athygli ólíkt þeim sem eru hraustar á líkama.

  ég bara næ ekki þessu með heimskara kynið …

  Posted by: Halli | 10.12.2007 | 11:41:31

  ————————————————

  Það er svo yfirgengilega heimskulegt að halda því fram að bein tengsl séu milli
  a) aldurs og fjölda elskhuga,
  b) fjölda elskhuga og fjölbreytilegar kynlífsreynslu,
  c) fjölda elskhuga og skilnings á eðli mannsins.

  Ég hef ekki lesið margar greinar af femin.is en engin þeirra fáu sem ég hef lesið ber þess merki að höfundur sé mikið gáfaðri en kind. Ég er svona að vona að heimska af þessu tagi sé kynbundin. Svona eins og t.d. hin meinta ofbeldishneigð karla.

  Posted by: Eva | 10.12.2007 | 12:23:28

  ————————————————

  vissulega heimskulegt að halda þessum tengslum fram.

  en kom það fram hvort pistillinn væri skrifaður af ungum karli eða gamalli konu? (annað hvort hlýtur það að vera).

  vonarðu að þessi kjánaskapur sé bundinn við konur, svo þú haldir í trú þína á mannkyninu í heild, eða við karla, svo þú haldir í trúna á kvenþjóðina?

  yfirnáttúrulegur kjánaskapur, eins og afburða greind, held ég að fari lítið í kyngreiningarálit.

  ljósið í myrkrinu er að það má hafa mjög gaman af heimsku fólki, skoðunum þeirra og verkum.

  en kannski finnst mér það bara vegna þess hve vitgrannur ég er.

  Posted by: Halli | 10.12.2007 | 12:48:18

  ————————————————

  Ég þrælaði mér líka í gegnum þessa grein (skamm skamm Beta) og einhvern veginn skildist mér að hún væri skrifuð af karli. Kannski þótti mér það líklegra vegna þvælunnar sem þarna stendur? Álykta ég kannski að vitleysa komi út úr karli ef ég veit ekki kynið?

  Posted by: Kristín | 10.12.2007 | 18:00:25

  ————————————————

  æ, látið ekki eins og þið hafið ekki gaman að þessu!

  femin.is ætti náttúrlega að vera vefur feminista, algjör bömmer að þær hafi ekki náð því léni. eða eru þetta þær..?

  Posted by: baun | 10.12.2007 | 19:56:39

  ————————————————

  Nei, Baun. Femin.is er ekki femínistavefur. Femin.is er vefur fyrir konur sem fara á konukvöld hjá Blómaval.

  Posted by: Kristín | 11.12.2007 | 15:17:03

Lokað er á athugasemdir.