-Finnst þér þetta gott? spurði hann og togaði í geirvörturnar á mér.
-Nei, sagði ég.
-Hvað finnst þér gott? Mig langar að gera eitthvað bara fyrir þig, laug hann.
-Þú ert svo mikið karlmenni, svaraði ég.
-Það er tengill á Siggu á vefbókinni þinni. Eruð þið vinkonur?
-Nei, bara málkunnugar.
-Hún er ennþá með sama karlinum er það ekki?
-Til nokkurra ára allavega og síðast þegar ég frétti var hún mjög ástfangin af manninum sínum.
-Ég hef sofið hjá henni. Áður en þau fóru að vera saman meina ég.
-Jahérna. Ég hefði ekki giskað á að þú værir hennar týpa. Hún hefur líklega verið þurfandi greyið.
-En þú ert ekki þurfandi eða hvað? Ég veit allavega ekkert hvað þú vilt.
-Ef þú ert í alvöru að hugsa um mig skaltu bara liggja kyrr og leyfa mér að stjórna þessu.
Suma daga vaknar maður með æðarnar fullar af gömlu tíðablóði. Maður þvingar sjálfan sig til að hugsa „þetta verður góður dagur“ en finnur enga hreyfingu á fjallinu.