Í dag ætlar systir mín að giftast manninum sínum en þau hafa nú lifað í synd í 12 ár.
Til lukku með það og góða skemmtun í partýinu. Vonandi fáið þið fínt veður en það er víst fullseint að óska ykkur margra barna eða margra gæludýra. Ég óska þess allavega að hjónaband ykkar endist ennþá lengur en óvígða sambúðin og þið verðið rík og hamingjusöm.
Mér finnst voða skrýtið að giftast eftir margra ára sambúð með barnauppeldi og öllu tilheyrandi. Dálítið eins og að ættleiða barnið sitt. Ennþá undarlegri finnst mér sá ameríski siður að endurgiftast. Eins og hafi verið virkilegt vafamál að fólknu væri alvara í fyrra skiptið. Mér finnst margt skrýtið sem öðrum finnst rökrétt. Eða kannski finnst öðru fólki skrýtið að vilja endilega hafa allt rökrétt.