Herdís en ekki herligt

Ég var að fá ábendingu um villu sem ég ætlaði hreinlega ekki að trúa á.

Það á víst að vera Þar var Herdís, þar var smúkt.

Ég hef alltaf sagt herligt enda passar það algerlega við samhengið. Allar útgáfur sem ég hef fundið á netinu segja hinsvegar Herdís.

Getur einhver sagt mér hver þessi Herdís var?

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Herdís en ekki herligt

  1. ——————————

    Hún bjó um tíma í Unuhúsi. Fullt nafn Herdís Andrésdóttir. Systir Ólínu.

    Posted by: Guðjón Viðar | 17.05.2008 | 18:19:15

    —   —   —

    Takk.

    Posted by: Eva | 18.05.2008 | 0:48:00

    —   —   —

    Við erum svo kúltíveruð hér í Skólavörðuholtinu, sbr.:

    „Þar var ekki á hækjum húkt
    né hitt gert undir leiði.“

    Posted by: Guðjón Viðar | 18.05.2008 | 12:32:46

Lokað er á athugasemdir.