Valdi rétt :-)

Í gær skildi ég Lærlinginn eftir einan með 20 manna hóp af því ég þurfti sjálf að nornast annarsstaðar. Ég ætlaðist ekki til annars af honum en að hann kláraði prógrammið, gerði upp og lokaði búðinni. Átti von á öðrum hópi í morgun en lenti í ófyrirséðum töfum og sá fram á að verða allt of sein. Salurinn auðvitað í rúst og ég hafði ekki tekið símanúmer hjá þeim sem voru að koma með mér heim, svo ég gat ekki látið þau vita að mér hefði seinkað. Sá fram á hyperstressandi dag. Nema hvað. Einhver hefði verið feginn að komast snemma heim á föstudagskvöldi en þegar ég loksins kom á staðinn, korteri áður en hópurinn átti að mæta, þá var bara allt fullkomið. Búið að þvo upp og ganga frá salnum, svo það eina sem ég þurfti að gera var að laga jurtaseyði.

Þeir sem vöruðu mig við því að ráða ungling í vinnu geta hér með étið það ofan í sig. Þessi piltur hefur gagnast mér betur en 5 andlegar kerlingar með doktorsgráðu hefðu nokkurntíma gert.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Valdi rétt :-)

  1. —————————–

    Hvað í ósköpunum varstu að bralla systir góð. Er fyrirsætuferill í sjónmáli? 🙂

    Posted by: Blíðalogn | 12.05.2007 | 19:20:16

Lokað er á athugasemdir.