Krónísk frekja?

Enn stendur frekjubíllinn í tveimur stæðum. Um daginn skildi ég eftir á honum svohljóðandi orðsendingu; „Þú hefur dýpkað skilning minn á orðinu frekja.“ Að sjálfsögðu setti ég einnig nafn og staðsetningu á blaðið. Maður sem býr í hverfinu kom í búðina til að þakka mér fyrir framtakið en þetta hefur hinsvegar ekki haft nein áhrif á eigandann.

Ef hann verður ekki farinn í kvöld frem ég eitthvert fordæði.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Krónísk frekja?

 1. ———————————————

  verst að þú getur varla lyklað hann, yrðu fljót að berast að þér böndin…

  Posted by: hildigunnur | 18.04.2007 | 9:51:30

  ———————————————

  heldurðu að eigandinn nái sneiðinni, þ.e. að þú sért að setja út á hvernig hann leggur?

  sumir eru bara svo vitlausir.

  Posted by: baun | 18.04.2007 | 10:46:50

  ————————————————————–

  Áttu ekki prjón til að nota á dekkin?

  Posted by: Sveinn | 18.04.2007 | 19:54:17

  ————————————————————–

  Væri ekki athugandi að láta bara draga hann?

  Posted by: Vésteinn Valgarðsson | 19.04.2007 | 20:03:53

Lokað er á athugasemdir.