Allir ánægðir

Hahh! Komst út úr rammanum. Fann út hvernig ég gæti komist hjá aukakostnaði, án þess að seljandinn þurfi að sitja eftir með þá tilfinningu að hann hafi látið í minni pokann.

Heppnin er með mér þessa dagana. Íbúðin mín seldist tveimur dögum eftir að hún var skráð á sölu og ég er komin með samþykkt tilboð í aðra. Æðislega! Ég fékk topp verð fyrir mína íbúð og sanngjörnu kaupendurnir mínir fá á móti að borga mun seinna en gengur og gerist.

Ég fæ nákvæmlega réttu íbúina á hæsta verði sem ég er tilbúin til að greiða en ekki krónu hærra en það. Að vísu verð ég á vergangi í sumar en skítt með það. Ég fæ að nota eitt herbergið í nýju, krúttlegu íbúðinni minni sem geymslu, strákarnir verða úti á landi eða í útlöndum og það væsir ekkert um mig á Vesturgötunni. Auk þess spara ég mér þannig húsnæðiskostnað í 2 mánuði. Jíbbý kóla!

Núverandi eigendur íbúðarinnar minnar, hinnar fullkomnu fá mjög gott verð, hefðu líklega getað kreist 2-3 hundruðþúsund í viðbót út úr einhverjum öðrum en þau þurfa langan afhendingartíma og það gat ég boðið þeim. Herbergið sem ég fæ sem geymslu stendur tómt hvort sem er.

Semsagt, Ég fæ íbúð sem ég ætla aldrei að selja, (kastalinn minn kemur auðvitað einhverntíma en það er gott að eiga lítið hreiður í bænum líka) á verði sem er sanngjarnt fyrir báða aðila.  Allir hamingjusamir og allt verður fullkomið.

Ótrúlegt hvað hægt er að gera góða hluti, bara með því að koma einni hrafnskló og afklipptri tánögl fyrir inni í húsvegg.

Nú þarf að græja greiðslumat.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Allir ánægðir

 1. ———————————

  Til hamingju með þetta! Ég hugsa að það verði eftirspurn eftir hrafnsklóm á næstunni 🙂 Fólk getur nú reddað tánöglunum sjálft.

  Posted by: Sigga | 4.04.2007 | 18:49:13

  ———————————

  Til hamingju með þetta! Ég hugsa að það verði eftirspurn eftir hrafnsklóm á næstunni 🙂 Fólk getur nú reddað tánöglunum sjálft.

  Posted by: Sigga | 4.04.2007 | 18:49:41

  ———————————

  frábært 🙂
  til lukku!

  Posted by: inga hanna | 4.04.2007 | 19:25:49

  ———————————

  til hamingju, frábært 😀

  Posted by: hildigunnur | 4.04.2007 | 22:11:35

  ———————————

  vúhú! til lukku:-D

  Posted by: baun | 5.04.2007 | 1:15:59

  ———————————

  Til lukku með fjárfestinguna.

  Posted by: Stefán | 5.04.2007 | 7:05:31

  ———————————

  Innilega til hamingju! Allt að gerast 🙂

  Posted by: lindablinda | 5.04.2007 | 12:00:50

  ——————————————

  Til hamingju! 🙂 Ekkert er betra en steinsteypa í miklu magni! 🙂

  Posted by: Unnur María | 5.04.2007 | 13:40:18

  ———————————

  Takk fyrir góðar kveðjur. Ég er mjög ánægð. Vona bara að enginn hálsbrotni áður en þetta er allt frágengið.

  Posted by: Eva | 6.04.2007 | 0:08:08

  ———————————

  Til hamingju Eva 🙂

  Posted by: Harpa | 6.04.2007 | 19:23:54

Lokað er á athugasemdir.