Stundin á milli

Él standa aldrei lengi. En þau koma stundum nokkur í röð. Önnur hrina í kvöld og svo er það búið.

Í augnablikinu er allt eins og það á að vera. Ég er að gúlla í mig súkkulaði. Það er með vanillukremi.

Stundum er sumt alveg eins og það á að vera.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Stundin á milli

 1. ————————————–

  Eva,
  Óskaplega hefuru verið glöð upp á síðkastið 🙂 Maður er eiginlega farin að sakna breiðsíðanna gagnvart kenjum karlkynsins 🙂

  Posted by: GVV | 14.03.2007 | 12:55:49

  ————————————–

  Hvur kenndi þér að lesa gæskur?

  Posted by: Eva | 14.03.2007 | 14:07:32

  ————————————–

  Eva,
  Nú er mér öllu lokið 🙂 Ekki notuð augljós tækifæri til að benda á vanhæfi réttritunarkennara míns, gæskur í stað góurin ? Súkkulaði og sængurdekur ? 🙂 Reyndar samgleðst ég þér en sakna nokkuð heillagrar vandlætingar ,sérlega á mitt vesæla kyn 🙂

  Posted by: GVV | 14.03.2007 | 21:57:13

Lokað er á athugasemdir.