Stefán bauð mér með sér á kaffihúsafund hjá einhleypraklúbbi í gær. Þarna voru samankomnir 5 karlar og 500 konur, flest eldri borgarar með smábörn. Neinei, ekki barnabörn heldur sín eigin. Mín kynslóð mun líklega ekki eignast barnabörn fyrr en um áttrætt. Sennilega er ég eina manneskjan í heiminum sem finnst æskilegt að konur hefji barneignir áður en þær komast á breytingaskeiðið. Já, mér finnst það í alvöru æskilegt, ekki bara réttlætanlegt í undantekningartilvikum.
Þetta virðist ágætasta fólk. Eins og allt hitt fólkið sem ég á enga samleið með. Kannski prófa ég lesklúbbinn.
Kannski á líka einhver í félaginu yngri bróður sem eignaðist slysaþríbura þegar hann var nýskriðinn út úr menntaskóla og getur alls ekki hugsað sér að eignast fleiri börn. Kannski dó konan af barnsförum og hann þurfti að ala þríburana upp einn og hafði þessvegna aldrei tíma til að standa í einhverjum ruglsamböndum eða stunda djammið og þurfti að tína upp svo marga legókubba og hengja upp svo mikinn þvott að hann náði því aldrei að koma sér upp björgunarhring. Kannski eru þríburarnir (sem eru 16 ára) í björgunarsveitum og á dansnámskeiðum og eitthvað svoleiðis þannig að hann er alveg vanur því að fara á fætur á sunnudagsmorgnum til að keyra þau eitthvert.
Kannski…
————————————————-
Kannski :o) Það er amk ekkert ósennilegt. Nú er bara að hanga fyrir utan dansskóla og björgunarsveita(eitthvað) á sunnudagsmorgnum og athuga hvort þú finnir hann þar. Heyrist þú vera búin að leita annsi víða.
Posted by: Hullan | 26.02.2007 | 12:36:04
————————————————-
5 karlar og 500 konur, flestar örvasa gamalmenni með smábörn ? 🙂 Maður þakkar sínum sæla fyrir að hafa ekki farið á þetta ball með Geir Haarde 🙂
Posted by: GVV | 26.02.2007 | 15:56:08
————————————————-
He he þú ert bara frábær:)
Posted by: Stefán | 26.02.2007 | 18:59:15
————————————————-
Er til kaffihús fyrir einhleypa?? Meeen. endurtek enn og aftur. Verð að fara að sósjalísera við þig, þú ert altaf með einhverjum mönnum og svona að tala um kossa og allt.
Posted by: Barbie | 26.02.2007 | 21:18:28
————————————————-
Ekki kaffihús fyrir einhleypa. Þetta er svona klúbbur sem hittist á kaffihúsi einu sinni í viku. Svo eru undirklúbbar. Göngklúbbur, sundklúbbur, leshringur og allskonar og póstlisti sem má nota til að finna einhvern sem nennir með manni í bíó eða dansnámskeið eða hvað eina. Mjög sniðugt held ég en það eru eiginlega engir karlmenn í hópnum og það er það eina sem mig vantar.
Posted by: Eva | 26.02.2007 | 21:22:18
————————————————-
Og ég er reyndar ekki alltaf með einhverjum mönnum. Þvert á móti er ég eiginlega aldrei með neinum mönnum, því síður kossríkum mönnum en hef fullan hug á að breyta því.
Posted by: Eva | 26.02.2007 | 21:24:29
————————————————-
Sæl Eva,
Þú þekkir mig ekki en ég rakst á síðuna þína þegar ég var að leyta af klúbbi fyrir einhleypa. Þannig er nú mál með vexti að ég á mjög góðan og skemmtilegan pabba sem ég vil endilega senda í svona klúbb. Þetta hljómar kannski dálítið undarlega að dóttirin sé að skipta sér af, en stundum þurfa aðrir bara að taka í taumana til þess að koma framtakaseminni í gang 😉 getur þú nokkuð verið svo væn að skrifa mér hvar er hægt að finna svona klúbb fyrir einhleypa, eins og gönguklúbb eða e-ð álíka?
Með von um svör
kær kveðja Ásdís
Posted by: Ásdís | 15.03.2007 | 18:27:44
————————————————-
http://soloklubburinn.com
Posted by: Eva | 15.03.2007 | 20:09:07