Fékk bréf

Sonur minn Byltingin sendi tölvupóst. Hann er staddur í 16. aldar kastala Aðalskonunnar (kastalinn stendur reyndar á 1000 ára gömlum grunni). Vorlaukar komnir upp, allt of snemma og sumarveður á þessum slóðum. Hann segist sjá mig fyrir sér í þessu umhverfi með hatt og hanska að drekka te. Hann er búinn að hitta fjölskyldu hennar og klifra upp í toppinn á 10 metra háu tré. Fer vel á því. Hann var lofthræddur þegar hann var lítill en komst yfir það um 5 ára aldurinn og er búinn að vera prílandi síðan.

Hann skrifar auðvitað ekki staf um byltingaráform næstu vikna en ég bjóst heldur ekki við því að fá neinar slikar upplýsingar fyrirfram, allavega ekki í gegnum tölvupóst eða síma. Hann lifir samkvæmt þeirri reglu að vænissýki sé ekki sönnun þess að enginn liggi á hleri.

Mér finnst allavega gott að vita af honum í sveitinni, svona í bili.

Best er að deila með því að afrita slóðina