Og allt varð fullkomið

Venjulega skreytum við jólatréð á Þorláksmessukvöld. Klárum þvottinn, moppum yfir og skiptum um kerti í aðventukransinum (ég hef alltaf kveikt á þeim öllum í einu enda er aðventukransinn ekki kristilegur siður að uppruna). Þoddláksritúalinu lýkur með jólaöli, eins og hvítöl var kallað til skamms tíma en á mínu heimili er jólaöl aldrei drukkið fyrr en á Þoddlák. Það ásamt laufabrauðinu er heilög hefð. Allt annað er umsemjanlegt en einhverja geðveiki verður maður að halda í, annað væri óheilbrigt.

Að þessu sinni var ég að vinna fram eftir, Haukur til miðnættis og Darri kom ekki heim úr sveitinni fyrr en um 10 leytið. Þoddlákur fór því fram í nótt og endaði á bjór í stað jólaöls.

Eg komin með tölvuna upp í rúm. Ég er í fríi. Í marga daga. Ætla að liggja í bælinu til hádegis ef ég get.
Allt er fullkomið.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Og allt varð fullkomið

 1. ———————————

  óska þér og þínum gleðilegra jóla, hóflega krydduðum leti, áti og miklum bóklestri…

  Posted by: baun | 24.12.2006 | 11:45:18

  ———————————

  Og Eva sá að jólin voru góð. Það varð kveld og það varð morgunn, hinn fyrsti dagur.

  Posted by: Þorkell | 24.12.2006 | 21:38:53

  ———————————

  Gleðileg jól!

  Posted by: Sigga | 25.12.2006 | 11:02:30

  ———————————

  Gleðileg jól gardlakeddling. 😛

  Posted by: Gillimann | 25.12.2006 | 21:30:46

Lokað er á athugasemdir.