Hvarfl

Systir mín barnaheimilið sagði einu sinni að fljótlegasta leiðin til að verða sér úti um almennilegan maka væri sú að finna sér ungling og ala hann upp. Og það gerði hún. Fermingardrengurinn hennar varð fullorðinn á aðeins 5 árum en ég er enn ógipt og grátandi.

Ég held að sama regla gildi ef maður vill gott starfsfólk. Ráða ungt fólk, bara ekki heimskt, latt eða leiðinlegt. Búðarsveinninn jólaði bílinn minn. Glætan að ég hefði fengið svona góða þjónustu ef ég hefði ráðið einhverja andlega kerlingu með mikla reynslu af afgreiðslustörfum. Ég ætla samt ekki að senda piltinn í Bónus til að sinna mínum persónulegu jólainnkaupum. Það væri einum og langt gengið í því að misnota aðstöðu sína. Ekki svo að skilja að það hafi ekki alveg hvarflað að mér.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Hvarfl

  1. —————————————

    Kem með þér að angra unglingspilta á nýju ári.

    Posted by: barbie | 22.12.2006 | 11:35:41

Lokað er á athugasemdir.