Í dag var dömpað mér (eða dömpt mér) svo sem löng hefð er fyrir og þá einkum í desember. Mjög jólaleg tilfinning.
Í þetta sinn kom dömpið reyndar „fyrirfram“ eða áður en ég náði að verða ástfangin. Það hlýtur að vera fávitafælunni að þakka.
Ástæðan er að vanda sú að blessaður maðurinn er haldinn einhverri dularfullri geðbólgu gagnvart kvenfólki, alls ekki sú að það sé eitthvað að mér. Þvert á móti er ég að hans sögn, (sem og allra annarra sem verða ástfangnir af mér án þess þó að kæra sig um návist mína) sérdeilis hrífandi.
Sæti strákurinn sem ég hitti í síðustu viku reykir. Jamm, það er frágangssök.
Þar með er enginn óafgreiddur karlmaður í lífi mínu.
Alltaf næs að vera með allt á hreinu.
—————————
ái.
reykingamenn eru vondir á bragðið.
Posted by: baun | 20.12.2006 | 9:12:00
—————————
Knús! 🙁
Posted by: Þorkell | 20.12.2006 | 13:03:28
—————————
Knús! 🙁
Posted by: Þorkell | 20.12.2006 | 13:03:53
—————————
Ef hann kunni ekki að meta kvenkost þann er þú ert, átti hann þig hvort eð er ekki skilið.
Tékkaðu bara hvort að hinn er ekki til í að hætta að reykja….
Posted by: lindablinda | 20.12.2006 | 16:57:06