Álög

Ég sé enga ástæðu til að neita mér um það sem mig langar í nema það sé sjúkt, rangt eða skaðlegt. Hitt er svo annað mál að ég hef oft staðið sjálfa mig að því að stinga upp í mig kökubita, bara af því að hann var fyrir framan mig en ekki vegna þess að mig langaði svo mikið í hann. Svo er líka talsverður munur á því að vilja og langa. Það er bara þessvegna sem ég ét ekki allar kökurnar í bakaríinu. Mig langar það ekki nógu mikið til að taka áhættuna á því að fá sykursýki. En ef mann langar í alvöru, þá má maður samt alveg fá eina. Helst með jarðarberjum.

Maðurinn sem er með sprungu í skelinni trixaði mig með töfrasprota og í dag er ég kaka. Og með jarðarber i hjartanu. Sem gerir það líklega sætt og girnilegt til átu. Það er dálítið ógnvekjandi en það er allt í lagi. Ótti er ekkert hættulegur nema maður leyfi honum að stjórna sér. Hann sagðist líka vera hættur að lesa bloggið mitt. Það var, trúi ég, hin mesta lygi.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Álög

Lokað er á athugasemdir.