Árangur

Auðvitað tókst það, það tekst alltaf. Í hvert einasta sinn sem maður virkilega leggur sig fram. Samt svo gott að fá staðfestingu.

Tilfinningin, voldug og sterk flóðbylgja. Maður finnur fyrst fyrir henni bak við þindina þótt maður viti að hún eigi upptök sín í heilanum. Einhvernveginn eins og öfugt kvíðakast, breiðist út frá þindinni í stað þess að draga hana saman í hnút. Hlý og mjúk og svört eins og flauel.

Það eru nú meiri örlagalúserarnir sem stytta sér leið með kókaíni þegar er hægt að upplifa mikilmennskubrjálæði án þess að borga fyrir það offjár og skemma í sér heilatuðruna í leiðinni, bara með því að setja sér fullkomlega óraunhæft markmið og ná því.

Best er að deila með því að afrita slóðina