Ögurstund

Ef þú ýtir meðvitað á rauða takkann, þennan eina sem ég er margbúin að vara vini og vandamenn við að ýta á, þá skaltu búast við að slái á höndina. Ef þú gerir það aftur, skaltu reikna með að ég bíti af þér hausinn.

Að gefa höggstað á sér með því að upplýsa sína nánustu um hvað maður þolir ekki, merkir ekki að þar með muni maður taka högginu án þess að slá á móti. Friðsamleg samskipti þegar það er mögulegt takk, en ef þú vilt leiðindi þá geturðu fengið þau.

Oftast er það maðurinn sjálfur sem skapar sér ögurstundir.

Best er að deila með því að afrita slóðina