Þú bara kláraðir!

Eva: Ég pantaði vörur frá ykkur fyrir viku en þær hafa ekki borist.
Heildsalinn (gremjulega með útspýttum fráblásturshljóðum): Já þetta er bara ekkert til.
Eva: Ég pantaði margar tegundir, áttu ekki neitt af því sem ég bað um?
Heildsalinn (á barmi frekjukasts): Nei nei, þú kláraðir lagerinn síðast.
Eva (með ískaldri kurteisi):Afsakaðu ónæðið, ég leita bara eitthvert annað.

Reyndar barst sending daginn eftir, aðeins 3 vörutegundir af þeim 18 sem ég hafði beðið um. Ég var í vandræðum og hóraðist til að taka við þeim en ég mun ekki hafa frekari mök við þetta fyrirtæki.

Ég ætla ekki að reyna að skilja þessa framkomu. Ef ég verð uppiskroppa með einhverja vörutegund verð ég himinlifandi og flýti mér að panta meira. Ef það er eitthvað af því sem ég framleiði sjálf, vaki ég fram á nótt til að missa ekki af sölu næsta dag vegna fyrirhyggjuleysis. Ef einhver viðskiptavinur myndi einn og sjálfur tæma búðina, gæfi ég honum afslátt næst þegar hann kæmi.

Það er ekki beinlínis skemmtilegt að panta vörur en ég held svei mér þá að mín aðferð sé heilladrýgri til lengdar.

Best er að deila með því að afrita slóðina