Meiri kynning

Í ágúst birtist viðtal við mig í norsku tímariti. Í dag kom franskur kvikmyndagerðarmaður með fríðu föruneyti. Hann er að gera kvikmynd um fegurð og ég átti sumsé að skilgreina „innri fegurð“ og tengsl hennar við galdur. Ég sagði honum sem satt er að „innri fegurð“ hefði nú bara verið fundin upp til að hugga ljóta fólkið. Svo sneri ég viðtalinu upp í tengsl feminisma og gandreiða.

Fjölmiðlar eru góðir við mig. Ekki bara íslenskir fjölmiðlar. Ég er svona að velta því fyrir mér hvaða áhrif það hefði ef ég kæmi mér upp alvöru athyglissýki.

Best er að deila með því að afrita slóðina