Ænei

Fokk í helvíti, ég held að ég sé að veikjast. Líkaminn sennilega að stilla sig inn á að nú sé frí framundan og þá megi leggjast í aumingjaskap. En hann skal ekki komast upp með það. Þótt ég þurfi að skilja mína vösku galdramenn eftir með tómar hillur og ómerkta tepakka til að ná 10 tíma svefni (svefn læknar allt nema ástsýki), SKAL ég vera keik þegar Anna sækir mig í fyrramálið.

Maður má fá sumarfrí á þriggja ára fresti án þess að fá samviskubit. Og þótt það væru meira en þrír dagar.

Best er að deila með því að afrita slóðina