Og svarta Górillan hefur afpantað tímann

Örlögin geta átt það til að vera kaldhæðin. Það er samt ekki svo margt sem veltur á örlögunum. Við getum ekki haft stjórn á veðri og jarðhræringum, efnahagskerfinu eða húsnæðismarkaðnum (allavega ekki hvert um sig). Við getum farið varlega og lifað heilbrigðu lífi en við útilokum ekki möguleikann á slysum og sjúkdómum. Flestu öðru ráðum við sjálf og afstaða okkar skiptir að sjálfsögðu sköpum um það hvort við getum talið okkur hamingjusöm eða farsæl.

Yfirleitt getur maður skrifað kaldhæðnislegar aðstæður á sinn eigin fávitagang. Og þannig verður maður Megas. Nema maður vilji frekar vera Kristján Fjallaskáld. Það held ég hafi verið boooring.

Best er að deila með því að afrita slóðina