Spurning

Nú fer að styttast verulega í það að ég fái sama syndrom og Anna, sem kiknar í hnjánum þegar hún sér Mustang. Mustang er nefnilega svo illilegur, segir hún. Að vísu er ég líklegri til að falla fyrir laglegu reiðhjóli en Mustang. Vinkonum mínum mun aldrei stafa ógn af mér þegar karlmenn eru annars vegar.

Síðast þegar ég vissi var Sæti Sölumaðurinn í útlöndum með syni sínum. Líklega ekki í lopapeysu samt. Hann hlýtur að vera kominn heim aftur, eða alveg að koma heim. Hólí fokk. Maðurinn á barn á réttum aldri og sinnir því m.a.s. Einhverntíma hef ég kiknað í hnjánum af ómerkilegra tilefni.

Versta helvíti að handlaginn heimilisfaðir er efstur á óskalistanum hjá mér en Sæti Sölumaðurinn segist hinsvegar vera að leita að einnota dræsu. Spurning hvort ég ætti að bregða mér í gærugallann og láta reyna á staðfestu hans gagnvart því markmiði.

Hann kann hvort sem er áreiðanlega ekkert á borvél.

Best er að deila með því að afrita slóðina