Maðurinn sem fékk flugu í höfuðið

Maðurinn sem fékk flugu í höfuðið kom í búðina til mín í dag. Tjáði mér að við Heiða hefðum birst honum í draumi, fljúgandi á kústum. Draumur þessi hefði opinberað hæfileika hans til að stjórna veðrinu, hann hefði vaknað, gengið út, fórnað höndum og hrópað „opnist þið himnar, skíni sól“ og það gekk eftir.

Því næst játaði hann mér ást sína og færði mér að gjöf ísskápasegul með mynd af uppáhalds kúnni sinni.

Ég þarf víst ekki að kvarta um athyglisskort loðnara kynsins í dag.

Best er að deila með því að afrita slóðina