Dilemma dagsins

Setjum sem svo að maki þinn tilkynni sambúðarslit nokkrum dögum fyrir brúðkaupsafmæli og þú værir þegar búin að kaupa gjöf handa honum, hvern fjandann ættirðu þá að gera við gjöfina?

-Væri ekki full kaldhæðnislegt að færa honum hana samt?
-Kannski gætirðu gefið honum hana við annað tilefni en málið er að ÞÚ veist hvað hún táknar og þú varst búin að sjá fyrir þér hvernig þið mynduð fagna þessum áfanga.
-Henda henni til merkis um að það hafi hvort sem er ekkert verið að marka þetta samband? Kommon, ef þú ert orðin ólétt, þá geturðu ekki bara gleymt sæðisberanum.
-Fara í fóstureyðingu OG henda gjöfinni. Það væri hátt verð fyrir eina litla ástarsorg.

Það er lúxus ríka mannsins að geta velt sér svona upp úr ímynduðum aðstæðum. Hvaða ímynduðu dramaköst skyldi Mammon færa mér næsta sumar?

Best er að deila með því að afrita slóðina