Píííp!

-Kærastakandidat? spurði Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni.
-Nei, þetta var bara Málarinn. Hann ætlar að fixa pípulagnirnar hjá mér.

Löng þögn.

-Bara vinnuskipti yndið mitt. Hann er sómamaður og það er ekkert á milli okkar.
-Ekkert nema pípulagnir.

Löng þögn.

-Pííííííp!
-Þegiðu eða ég flengi þig.
-(Fliss) Spurning hvort okkar hefði meira gaman af því.
-Taktu þetta glott af andlitinu drengur.
-Ókei kennari. Það er bara svo skondið þetta táknræna samhengi þitt.

Best er að deila með því að afrita slóðina