Sjarm dagsins

Drengurinn: Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna þú sért svona skotin í mér. Er það semsagt af því að ég er skegglaus?
Eva: Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju þú sért svona viss um að ég sé skotin í þér.
Drengurinn: Ætlarðu kannski að neita því?
Eva: Ég hef aldrei neitað því.
Drengurinn: Hahh, ég vissi það.
Eva: Ég hef aldrei játað því heldur.
Drengurinn: Þú elskar mig.
Eva: Af hverju heldurðu það?
Drengurinn: Af því að þú hlærð að öllu sem ég segi.
Eva: Ég hlæ af því að þú ert fyndinn bjáninn þinn.
Drengurinn: Ég er fyndinn og skegglaus og hlýðinn í rúminu.
Eva: Hættu nú þessu rugli drengur.
Drengurinn: Ég elska það þegar eldri konur verða skotnar í mér.
Eva: Ég hata það þegar eldri menn verða skotnir í mér.
Drengurinn: Ég er yngri og þú elskar mig, nananananana.

Eva: Hmpfrhh. Þú ert allavega yngri.

Best er að deila með því að afrita slóðina