Uppdeit

Það er ekki endilega samhengi á milli fréttagnægðar og bloggafkasta. Sem stendur eru aðstæður á þessa leið:

-Sveitamaðurinn er farinn til Danaveldis að smíða minkabúr, Byltingunni til mikillar armæðu. Sagt er að prinsinn brosi hringinn í Baunalandi og hafi aukið orðaforða sinn úr já og nei í jahá, jájá og neeejneii.

-Byltingin er búin að stinga anarkistabibblíunni í bakpoka ásamt hreinum sokkum (ósamstæðum) og tannbursta og hyggst halda austur á land í dag, til að uppræta framkvæmdir við Kárahnjúka eða í versta falli að kalla aldalanga bölvun yfir útsendara Landsvirkjunar.

-Elías truflaði ástargaldurinn minn, en nú er fullt tungl í nótt og mun ég þá gera aðra tilraun. Ennfremur mun ég kalla minniháttar bölvun yfir forkólfa Bílastæðasjóðs. Ekkert rosalegt samt. Bara svona sýnishorn af bölvun eins og t.d. að finna langt svart hár í matum sínum eða að reka við með miklum fnyk og látum í viðurvist fagurra kvenna.

Best er að deila með því að afrita slóðina