Gullkvörn

Strákarnir mínir gáfu mér flottustu afmælisgjöf sem ég hef nokkurntíma fengið. Töfragrip sem heitir Gullkvörn og fylgja henni tveir Mammonsgaldrar, einn til að redda sér pening í hvelli (ég er búin að prófa hann og það tókst vel) og svo annar til að verða ríkur. Til að hann virki þarf maður reyndar að eiga eignir umfram skuldir svo það er ekki alveg tímabært að láta á hann reyna. Ég hef fulla trú á honum enda eru báðir galdrarnir svo líkir mínum stíl að ef ég vissi ekki betur, héldi ég að ég hefði skrifað þá sjálf.

Best er að deila með því að afrita slóðina