Það reddast

Þegar ég blogga ekki dögum saman er það undantekningalaust merki um mikla vinnu. Ég reiknaði reyndar með því fyrir einni viku að vinnan væri að snarminnka (og þar með tekjurnar) en það eru ekki örlög mín að vera blönk.

Málarinn er semsagt búinn að vera stuði og ég er besta módel sem hann hefur haft, segir hann. Útilokað að ég nenni að standa í því að sýna afraksturinn á blogger en bráðum, bráðum ætlar Anna að hjálpa mér að setja upp almennilega vefsíðu og listamaðurinn er þegar búinn að gefa góðfúslegt leyfi fyrir birtingu.

Ég þarf samt að fara á stúfana og finna eitthvað meira að gera um leið og ég get verið dagpart frá búðinni. Málarinn hefur ekki grætt krónu á þessum myndum ennþá og getur varla haldið mér á floti mjög lengi. En það reddast. Það eru örlög mín ap reddast. Ég ákvað fyrir margt löngu að hafa það þannig.

Best er að deila með því að afrita slóðina