Þessi ást, þessi ást

-En ef ég var svarið við þessum ástargaldri þínum?
-Ef þú last á blogginu mínu að ég var að leita og komst hlaupandi?
-Er þá minna að marka það?
-Nei en ég get ekki gefið þér barn og vildi það ekki þótt ég gæti.
-Ég þarf ekkert barn.

Nei, auðvitað þarftu ekki barn. Einu sinni átti ég lítinn og fallegan mann sem vantaði heldur ekki barn á tilteknu augnabliki. Síðar horfði á hann þjást í hvert sinn sem við hittum foreldra með smábörn. Ég geri engum manni það aftur að taka frá honum möguleikann á barneignum.

Sálufélag, ástin mín, er ekki örlög, heldur samband sem fólk stofnar til og nærir. Praktískt fyrirkomulag er ekki nóg og ástríður nægja ekki heldur en ef þetta tvennt fer saman getur útkoman orðið ágæt. The winner takes it all, og ég get ekki boðið þér allt, svo viðurkenndu þörf mannsins fyrir að dreifa sæði sínu og barnaðu einhverja stelpu sem er nógu vitlaus til að samþykkja sameiginlegt forræði. Ég skal ala það upp en barnlaus kemurðu ekki.

Það er háttur heimskingjans að fórna öllu fyrir ástina. Slík sambönd verða ekki gæfurík og þótt ég kjósi návist þína er ekki séns í helvíti að ég leyfi þér að fórna öllu sem skiptir máli fyrir þetta efnaskiptarugl sem menn kalla ást. Það yrði minni skuldbinding að bryðja E, þótt ég mæli ekki sérstaklega með því heldur.

Best er að deila með því að afrita slóðina