Vatnsþvottaópera

Þegar ég loksins gæti kannski gefið mér tíma til að skrifa, er líf mitt of laust við að vera áhugavert til að hægt sé að leggja það á lesendur. Öðru máli gegnir um sápu og sorgir annarra. Það hreinlega freyðir upp úr á vígstöðvum vina og vandamanna og enn og aftur rekst ég á þessa gömlu þversögn; það sem er í frásögur færandi er of viðkvæmt til að hægt sé að tala um það. Sú staðreynd að ekki færri en fimm manns munu taka þessa færslu beint til sín, segir kannski eitthvað um það hvað ég orðin mikið dramleysiseyland. Það liggur satt að segja við að ég hafi áhyggjur af því hvað líf mitt er áfallalaust. Þetta er eiginlega alls engin sápuópera. Kannski bara vatnsþvottaópera?

Annars lítur út fyrir að vinnuálagið á mér muni minnka á næstunni. Útgjöldin eru samt ekkert að lækka svo ég er ekki ennþá búin að taka kátínukast. Bót í máli að ég hef sjaldan staðið frammi fyrir auðveldara verkefni en því að finna aukavinnu sem er áhugaverðari en bókhald.

Best er að deila með því að afrita slóðina