Jahérna

Fullt tungl í dag og ég undirbý aðra tilraun til ástargaldurs þegar einhver bankar upp á í Nornabúðinni. Kominn frá Bandaríkjunum og með gjafir handa mér.

Síðast fékk ég Solitary Witch sem nú liggur frammi í búðinni fyrir þá sem vilja fræðast um wicca. Í þetta sinn færir hann mér rautt peningabelti, sem merkir að hann veit að ég lærði magadans í vetur -sem merkir aftur á móti að hann hefur lesið vefbókina mína. Ekki nóg með það heldur skó, með pinnahælum sem passa á mig! Gullfallega í þokkabót. Sem merkir að hann er ennþá að lesa vefbókina mína.

Frekari galdratilraunir fóru út um þúfur.

Best er að deila með því að afrita slóðina