Varla

Fyrstu tilraunir mínar til ástargaldurs misheppnuðust illilega. Hver maðurinn á fætur öðrum fór úr landi í stað þess að koma hlaupandi til mín. Kannski er þetta enn eitt dæmið um misheppnaðan galdur? Ég bið um hentugan maka og þá kemur elskhugi, sem alls ekki kemur til greina sem maki, stormandi frá útlöndum og kippir mér úr galdragírnum með pinnaskóm.

Og kannski hefði ég tekið því sem merki um að eitthvað hefði gengið upp, ef líkami minn hefði ekki, þrátt fyrir allan þennan Maríustakk, tekið upp á því að hafna honum. Ekki veit ég hvaða töfrar það eru, þetta á ekki einu sinni að vera líffræðilega mögulegt.

Best er að deila með því að afrita slóðina