Á nýju tungli er við hæfi að fara í vakurleikaviðgerð.
Eftir síðustu tilraun til að gerast iðnaðarmaður, framdi ég vakurleikaviðgerð á sjálfri mér. Fólst hún í því að fela ummerkin eftir fúgusparslið (ég neita að skirfa spartl) með hvítum plastnöglum. Það reyndist hvorki fögur lausn né endingargóð. Úr því var bætt í morgun og verða hinar nývökru hendur mínar til sýnis í Nornabúðinni í dag. Einnig verður opið hús heima hjá mér í kvöld, svo þeir sem komast ekki til að berja krumlur mínar augum á vinnutíma, geta komið og vottað þeim aðdáun sína heima.