Horfinn

Nú ertu horfinn. Í bókstaflegri merkingu. Þegar ég kastaði á þig Hulinshjálmi, var hugmyndin sú að þú hyrfir úr huga mínum, ekki sú að jörðin gleypti þig. Næst nota ég varnarstaf með.

Ég veit að þú lest bloggið mitt og þar sem þú svarar ekki tölvupósti (og ég veit því ekki hvort þú lest hann) ætla ég að birta skilaboðin hér.

Ég veit að þér líður djöfullega og að þú ert að gá hvort einhver hafi nógu miklar áhyggjur af þér til að gera eitthvað róttækara en að senda tölvupóst. Málið er bara að til þess að aðrir taki ábyrgð á þér þurfa þeir að þrá návist þína ákaflega mikið og satt að segja hefurðu ekki gefið tilefni til þess. Það merkir ekki að fólkinu þínu sé sama um þig. Þú getur bara ekki reiknað með að aðrir beri meiri umhyggju fyrir þér en þú gerir sjálfur. Þú getur fengið alla þá aðstoð sem þú þarfnast ef þú sýnir þann manndóm að þiggja hana.

Láttu fjölskyldu þína vita af þér hið snarasta.

Annars skrifa ég þér fleiri bréf og birti þau hér.

Best er að deila með því að afrita slóðina