Karlmennskan

Sáum Naglann í kvöld. Það sem mér líður alltaf vel í leikhúsi. Ég skil það ekki sjálf.

Hvað er karlmennska?
Mér fannst dálítið stingandi hve margir viðmælenda tengja saman karlmennsku og heiðarleika. Ef heiðarleiki er karlmannlegur er óheiðarleiki þá kvenlegur?

Karlmennska er að mínu viti fólgin í því að fá kikk út úr því að gera ýmislegt sem veldur mér sálarangist. T.d. að bera þunga hluti og beita höggborvél.

Bara svo það sé á hreinu er karlmennska ekki forsenda þess að ég vilji sofa hjá karlmanni.

Ég er samt ekki svo bjartsýn að gera mér vonir um að finna einhvern sem er 26 ára leikhússrotta, skegglaus, fíknlaus, fjárhagslega heilbrigður, klár og skemmtilegur, búinn að afgreiða allar barneignir, trúlaus, pólitískt meðvitaður morgunhani sem kann á borvél.

Best er að deila með því að afrita slóðina