Hugljúf

Ég ætti að kvíða marsmánuði. Undanfarið hef ég verið í fríi á kvöldin og finnst satt að segja mjög notalegt að kúra undir teppi í náttfötum, lesa eða horfa á sjónvarpið og fara snemma að sofa. Ég býst ekki við að verði mikill tími til þess í næsta mánuði en mér er alveg sama. Ég þarf að hafa eitthvað til að vera upptekin af, annars sekk ég í bara í fáránlega þráhyggju gagnvart tilteknum hjarðsveini sem ég þvermóðskast við að trúa að væri löngu búinn að ráða sig í smalamennsku ef hann væri í alvörunni hjarðsveinn.

Ég býst við að sumum finnist galið að færa út kvíarnar strax en fyrirtækið er að þróast í allt aðra átt en við reiknuðum með og við erum semsé að stækka. Fáum aukaherbergi um mánaðamótin. Ég vildi að við hefðum efni á að ráða markaðsstjóra en það verður víst ekki strax.

Í morgun bjó ég til galdur sem heitir Hugljúf. Það er geðprýðigaldur.

Best er að deila með því að afrita slóðina