Fjölmiðlar eru vinir okkar

Fjölmiðlar eru góðir við okkur.

Fréttablaðið er m.a.s. búið að gefa okkur vikulega smáauglýsingu alveg án þess að við höfum farið fram á það. Að vísu báðum við um þessa sömu auglýsingu daginn fyrir síðustu tunglfyllingu enda talað um tilboð á spilum ofl. „í tilefni af fullu tungli“.
Auglýsendur Fréttablaðsins virðast telja okkur nógu göldróttar til að stjórna tunglhringnum, allavega hafa þeir auglýst fullt tungl á hverjum þriðjudegi síðan.

Í gær kom kona sem hafði gert sér ferð ofan úr Borgarnesi til að kaupa Mantegna spilin (sem ég held að fáist hvergi annarsstaðar á landinu)með 20% afslætti, svo ég verð að játa að mér finnst þetta hálfgerður bjarnargreiði hjá Fréttablaðinu.

Best er að deila með því að afrita slóðina