Skýrsla

Fjölskylda og vinir spyrja um það hvernig utanfararnir hafi það og hvernig ferðin hafi lukkast. Hér kemur skýrsla yfir helstu niðurstöður af þessum könnunarleiðangri.

-Það er langt til Hullusveitar. 3ja tíma flug + tæpra 4ra stunda lestarferð með skiptingum
-Saltkjöt virðist þyngra þegar maður dregur það í ferðatösku á milli lesta.
-Það er kalt í rigningu í Hullusveit en lóðin er frábær og mig dauðlangar að koma þangað í sumar.
-Húsið og innanstokksmunir allir eru með því Hullulegasta sem ég hef séð.
-Mágur minn minkatemjarinn er líklega sá maður í lífi mínu sem kemst næst því að kallast drykkjufélagi minn. Nú höfum við hrunið í það saman tvisvar sinnum (fyrra skiptið var kvöldið sem Katla gaus) og ég man bara ekki eftir því að hafa áður orðið full með sömu manneskju tvisvar sinnum (skal þá ósagt látið hvort sú staðreynd segir meira um áfengisfíkn mína en félagsleg tengsl).
-Það er gaman að spila póker.
-Systir mín hin æðrulausa er ennþá æðrulaus en auk þess í skóla.
-Börnin eru ennþá haldin þessu opendoorsyndromi sem einkennir svo marga krakka en eru almennt indæl og í góðu jafnvægi og dýrka skólann sinn.
-Fyrir utan krónísk blankheit, bilaðan bíl og söknuð eftir ættingjum, vinum og flatkökum er velstandið að meðaltali lukklegt.

Best er að deila með því að afrita slóðina