Fríið búið

Snúin heim frá fyrirheitna landinu þar sem ég dvaldist í góðu yfirlæti um páskana, að vísu ekki í bleikum kastala heldur rauðu múrsteinshúsi í útlandasveitinni. Og nú hefur fjölgað í fjölskyldunni. Ekki svo að skilja að Byltingamaðurinn hafi keypt sér silkiterríer, heldur flutti ég heimasætuna í Hullusveit með mér til föðurlandins. Og hún er sko enginn silkiterríer þótt hún sé hættulega falleg. Á morgun ætla ég að fara með hana til lýtalæknis og láta græða stórt kýli á nefið á henni.

Best er að deila með því að afrita slóðina