Seinna

Fyrr eða síðar verður maður að svara símanum. Það gæti verið tilboð um nýtt verkefni. Eða tilkynning um happdrættisvinning. Eða fjallmyndarlegur karlmaður sem hefur frétt að ég sé á lausu.

Fyrr eða síðar neyðist maður til að gera áætlun sem felur í sér eitthvað markvissara en að gera „eitthvað“ fjármálunum, gera „einhverjar“ ráðstafanir í sambandi við húsnæði og finna sér „einhverja“ kvöld og helgarvinnu til að standa undir auknum útgjöldum sem maður reiknaði ekki með.

Fyrr eða síðar. Bara ekki í dag.

Best er að deila með því að afrita slóðina