Evaevaeva

Þegar spörfuglinn semur lag, án þess að hafa ákveðið kvæði í huga, spinnur hann texta við það á staðnum. Ekki innihaldsríkan og vel ortan texta, heldur bara einhver orð til að festa laglínuna í minni og svo hann geti sungið hana með blæbrigðaríkara tungutaki en lallara og tammtaramm.

Í dag samdi hann nýtt lag. Textinn sem hann spann við það hljóðar svo:
Eva, Eva, Eva
Hann tók það skýrt fram að lagið hefði ekkert með mig að gera, nafnið mitt félli bara svo vel að laginu. Þetta er krúttlegasta afneitun sem ég hef heyrt mjög lengi. Nú þarf ég að skrifa texta við lagið. Ætli ég yrki ekki bara ástarljóð til sjálfrar mín. Eða kannski bara til persónu úr einhverri allt annarri sögu, einhverrar kvensniptar, sem vill svo skemmtilega til að heitir einmitt Eva.

Best er að deila með því að afrita slóðina