Hvernig þekkir maður jakkafatafasista?

Jakkafatafasisminn er án efa ógeðfelldasta stjórnmálaafl sem fyrirfinnst.

Munurinn á jakkafatafasisma og hefðbundnum fasisma er sá að jakkafatafasistinn viðurkennir ekki að hann sé fasisti. Jakkafatafasistinn trúir ekkert síður en hinn hefðbundni fasisti á yfirburði einnar þjóðar yfir annarri, einnar stéttar yfir annarri, stríðrekstur, heimsvaldastefnu og rétt ríkisins til að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Munurinn er hinsvegar sá að hann notar önnur orð.

Jakkafatafasita má þekkja af orðfari þeirra.
Nokkur dæmi úr orðabók jakkafatafasistans:

Frjálshyggja =Réttur þeirra ríku til að fá meira

Einstaklingshyggja =Meira er aldrei nóg

Einstaklingshyggja =Kynþáttamismunun

Einstaklingshyggja =Kynjamismunun

Einkavæðing =Klíkuskapur og spilling

Siðferði =Réttur kirkju og kristlinga til að skipta sér af lífsstíl annarra

Öfgamaður =Félagshyggjumaður

Öfgamaður =Náttúruverndarsinni

Varnir =Hernaður

Hryðjuverk =Örvæntingarfull viðleitni til að rísa gegn kúgun

Varnir gegn hryðjuverkum =Árás í eiginhagsmunaskini

Öryggissveit =Her

Friðargæsla =Her

Landnemar =Hernámslið

Landnám =Landrán

Eignaupptaka =Lögverndað rán

Stimpilgjöld =Lögverndað rán

Lántökugjöld =Lögverndað rán

Uppgreiðslugjöld =Lögverndað rán

Lýðræði =Réttur þeirra ríku til að heilaþvo almúgann með auglýsingum

Fjármögun =Skuldsetning

Endurfjármögnun =Meiri skuldasöfnun

Hagur heildarinnar =Hagur valdastéttarinnar

Mannréttindi =Furumflumm

Það sem greinir manninn frá öðrum dýrum er sá eiginleiki hans að vera aldrei fullkomlega sáttur við aðstæður sínar. Á meðan maðurinn hefur þann eiginleika verður alltaf einhver ójöfnuður og þar með verður fátækt (í þeim skilningi að hafa minna en meirihlutinn) við lýði. Þessháttar fátækt verður ekki útrýmt nema mannseðlið breytist. Þetta sér allt hugsandi fólk og það er handhægt fyrir jakkafatafasista að réttlæta þá miklu misskiptingu auðs og valda sem við sjáum allt í kringum okkur með því að fullkominn jöfnuður sé óframkvæmanlegur. Það sem gerir jakkafatafasistann hvað hættulegastan er það bullið í honum hljómar rökrétt

-Það er ákveðið réttlæti í því að þeir sem eru nógu klárir og útsjónarsamir til að verða sér úti um peninga án þess að vinna fyrir þeim, eigi að njóta þeirra hæfileika.
-Það er ákveðið réttlæti fólgið í þeirri hugmynd að þeir sem noti þjónustuna eigi að greiða fyrir hana.
-Það er skiljanlegt sjónarmið að fórna réttinum til einkalífs fyrir öryggi heildarinnar.

EN

-Það er líka ákveðið réttlæti fólgið í þeirri hugmynd að menn eigi að vinna fyrir laununum sínum.
-Það er réttlátt að allir fái tækifæri til að rækta hæfileika sína.
-Persónunjósnir þjóna sjaldnast þeim tilgangi að tryggja öryggi heildarinnar. Langoftast þjónar mikið ríkiseftirlit aðeins fámennri valdastétt.
Þessa og fleiri réttlætisþætti vill jakkafatafastinn sem allra minnst ræða

Það er eitthvað bogið við siðferði þess sem krefst þess að sjúklingar standi undir kostnaði við heilbrigðiskerfið og foreldrar greiði sjálfir fyrir menntun barna sinna en telur samt eðlilegt að þeir sem ekki þurfa á þessari þjónustu að halda hafi tekjur sem útheimta litla sem enga vinnu og greiði af þeim mun lægri skatt en hinn almenni launamaður. Þetta kengbogna siðferði er jakkafatafasismi í hnotskurn.

Halda áfram að lesa