Skorum á Birgittu
Einu sinni var lítill drengur sem hét Henry Turay. Hann ólst upp í Sierra Leone og það var oft erfitt því borgarastyrjöld geisaði í landinu. Mamma Henrys litla var virk í einni af hinum stríðandi hreyfingum en hún var ekkert sérstaklega vinsæl meðal foringjanna því hún var óttalegur vesenisti og átti það til að hafa aðrar skoðanir en þeir. Halda áfram að lesa
Kaus ekki
Ég kaus ekki. Ég er þegar búin að slíta viðskiptasambandi við Ísland og gefa þannig mjög afdráttarlaust svar um að ég ætli ekki að greiða skuldir einkafyrirtækja sem ég hef aldrei gengist í neina ábyrgð fyrir. Mér finnst rétt að þeir sem ætla að búa á landinu áfram ráði því sjálfir hvort og hvernig þeir borga skuldir annarra. Ég myndi hinsvegar taka þátt í kosningu um málefni sem varða hagsmuni alheimsins. Halda áfram að lesa
Afglapaskrá lögreglunnar
Ég hef ákveðið að taka saman afglapaskrá lögreglunnar.
Ég ætla strax að fara að halda afglapadagbók fyrir árið í ár, ekki seinna vænna, því afrekin hrannast upp. Mig langar einnig að safna saman atvikum frá fyrri árum en ætla að leggja alla áherslu á þetta ár til að byrja með. Mig langar að koma afglapaskrá áranna 2009 og 2010 í birtingu fyrir áramót því þannig er alltaf hægt að bæta inn í síðar. Mér sýnist skráin fyrir 2009 vera orðin svo umfangsmikil að það krefjist töluverðrar vinnu að skrá og leggja út af öllum þeim fjölda atvika og til að ná þeim áhugaverðustu fyrir áramót þyrfti ég að fá aðstoð. Halda áfram að lesa
Rafbókin verður ráðandi
Bókasnobbið í Íslendingum gengur gjörsamlega fram af mér. Nánast allir sem ég hef talað við halda því fram að bók sé ekki alvöru bók nema hún sé prentuð á pappír. Sama fólk hefur hinsvegar aldrei álitið að tónlist sé ekki alvöru tónlist nema sé búið að brenna hana á geisladisk. Sama fólk hlustar á tónlist á netinu, skoðar kvikmyndir á netinu og hefur aldrei látið sér detta í hug að það sé eitthvað minna ekta. Halda áfram að lesa
Að ala upp hryðjuverkamenn
Það kemur svosem ekki á óvart þótt hópur fólks sem gerði tilraun til þess þjóðþrifaverks að reka þingmenn út úr Alþingishúsinu, þessu tákni lýðræðis og frelsis, haustið 2008, sé talinn slík ógn við blessað yfirvaldið að ekki dugi minna en árs fangelsi til að tryggja þeim væran nætursvefn sem skópu sprækum og sniðugum útrásarstrákum æskilegt lagaumhverfi og þeim sem þvert á fyrri yfirlýsingar, eru nú búin að selja sjálfstæði okkar í hendur alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Halda áfram að lesa
Hallelujah
Hallelujah, dýrð sé Gvuði, eftir Leonard Cohen er sennilega eitthvert vinsælasta lag síðustu ára. Gott lag, grípandi, sönghæft án þess að vera of einfalt. Ég held reyndar að textinn eigi töluverðan þátt í þessum miklu vinsældum en þar er tekist á við dýpstu kennd mannsins, ástina, sem færir manni ekki endilega hamingju en er þó svo ólýsanlega dýrðleg. Mér skilst að Cohen hafi ort á sjöunda tug erinda. Ég þekki aðeins sjö þeirra en í þeim renna ástin, listin og trúin saman í eitt allsherjar hallelujah, lofgjörð sem er þó svo brothætt og jarðbundin að hvergi örlar á væmni.
Á ríkið að reyna að móta viðhorf fólks?
Tjásukerfið hjá Svartsokku er eitthvað beyglað svo ég ákvað að varpa fram vangaveltum mínum í kjölfarið á þessari grein hér.
Grein Svartsokku fjallar um persónunjósnir gagnvart fólk sem grunað er um að islamska öfgastefnu og hættu á að verða fyrir áhrifum af islamskri öfgastefnu. Hér er á ferðinni áhugavert ‘vandamál’. Persónunjósnir valdhafa eru í öllum tilvikum ógeðfellt, andlegt ofbeldi. Hinsvegar er ýmislegt í menningu öfgasinnaðra muslima sem einnig er ógeðfellt ofbeldi. Vítisenglar eru annað dæmi um öfgamenn sem ástunda ógeðfellt ofbeldi og hafa sætt persónunjósnum fyrir vikið.
Hugvekja handa Gunnari
Æ elsku Kallinn minn, Gunnar, ég skil svosem áhyggjur þínar af því að Ísland fyllist af sandnegrum og öðru hyski ef við slökum á harðræðinu gegn flóttamönnum. Við sjáum nú bara hvernig vestrænar þjóðir hafa hegðað sér á framandi menningarsvæðum svo því ættu þeir sem við höfum arðrænt og pínt að sýna okkar menningu sérstaka virðingu? Svo erum við svo fá og eins og allir vita fjölgar þetta sér eins og kanínur svo ef við tækjum bara við öllu pakkinu yrði allt orðið fullt af araba- og negrabastörðum hér innan skamms. Og allt myndi þetta lemja kerlingarnar sínar, láta krakkana ganga með viskustykki á hausnum og skopmyndateiknari Moggans þyrfti líkast til að fá lögregluvernd til að komast út í búð. Halda áfram að lesa
Ekki hægri/vinstri heldur heimsvaldastefna/anarkí
Flestir halda að ég sé vinstri sinnuð en sannleikurinn er sá að kapítalisminn höfðar að mörgu leyti mun betur til mín en sósíalismi. Ólíkt mörgum anarkistum trúi ég því að verðmæti séu sjaldnast áþreifanleg, og að viðskipti virki og geti m.a.s. verið siðleg, jafnvel þegar þau skila hagnaði. Halda áfram að lesa