Eitt af fyrstu embættisverkum Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem ætlað var að finna leiðir til auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Ég hefði reyndar getað sagt Katrínu, án þess að taka krónu fyrir það, að skilvirkasta leiðin til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu eru heiðarleiki og vönduð vinnubrögð. Stjórnsýslan þarf að fara að lögum og hætta að líta á stjórnsýslustofnanir sem einkafyrirtæki og stjórnmálamenn þurfa að vera sjálfum sér samkvæmir. Það kemur mér því ekkert sérstaklega á óvart að starfshópurinn telji nauðsynlegt að byggja á heilindahugtakinu.
Ætla þau að sætta sig við svarleysið?
Í dag eru 5 mánuðir frá því að fréttist að Haukur, sonur minn, væri talinn af eftir loftárás Tyrkja á Afrínhérað í Sýrlandi. Við vitum ekki hvar líkið er. En Tyrknesk stjórnvöld vita það. Halda áfram að lesa
Flugvallarhlaupið og áhrif þess
Þriðji júlí 2008. Síminn hringir um miðja nótt. Mér gremst því ég á erfitt með svefn og allir sem þekkja mig vita það. En Haukur hringir aldrei nema eiga erindi og hjartað tekur aukaslag þegar ég sé númerið. Halda áfram að lesa
Annað lík svívirt
Ahmad M. Hanan
Ekki hefur myndskeiðið af limlestingunum á líki Barin Kobani haft þau áhrif að yfirvaldinu finnist ástæða til að spyrja Tyrki hvað þeir hafi gert við líkamsleifar sonar míns. Í dag rakst ég á annað dæmi frá febrúar um meðferð FSA í Afrín á líkum andstæðinga hersveita Tyrkja. Hér er það lík karlmanns úr röðum YPG, Ahmads M. Hanan, sem er svívirt. Hann var Yazidi maður. Sameinuðu þjóðirnar flokka ofsóknir Islamska ríkisins gagnvart Yazidi fólkinu sem þjóðarmorð. Halda áfram að lesa
Alþjóðadómstóll telur Erdoğan ábyrgan fyrir stríðsglæpum
Í gær komst alþjóðadómstóll í málefnum Tyrkja og Kúrda að þeirri niðurstöðu að Erdoğan, þjóhöfðingi Tyrkja, bæri beina ábyrgð á stríðsglæpum tyrkneska ríkisins gagnvart Kúrdum á undangengum árum. Dómurinn mælir meðal annars með því „neyðarástandi“ verði aflétt en í skjóli þess hafa Tyrkir áskilið sér rétt til að sniðganga ýmis ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttarríkið verði endurreist í Tyrklandi, blaðamönnum og fræðimönnum sleppt úr haldi og fjölmiðlafrelsi endurvakið. Ennfremur að Tyrkir kalli herdeildir sínar frá Afrín og að stríðsglæpir verði rannsakaðir í Tyrklandi og sekum refsað fyrir stríðsglæpi. Halda áfram að lesa
Viðtal á Timeline (BBC Scotland) um mál Hauks
Tengill
Viðtal á Victoriu Derbyshire (BBC2) vegna máls Hauks og Önnu Campbell
Viðtal í fréttum BBC1 vegna máls Hauks og Önnu
An open letter to the governments of the UK and Iceland
An open letter to the governments of the UK and Iceland from the parents of Anna Campbell and Haukur Hilmarsson. They were announced killed in military conflict in Afrin, Syria earlier this year.
Lík á víðavangi
Opið bréf til forsætis- og utanríkisráðherra Íslands
varðandi mál Hauks Hilmarssonar
(Bréfið var sent ráðherrum nú í morgun. Hér er myndatextum bætt við) Halda áfram að lesa